fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Hóta að opinbera viðkvæmar upplýsingar um Trump – Krefjast 42 milljóna dollara

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 07:00

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óþekktur hópur tölvuþrjóta hótar að birta viðkvæmar upplýsingar um Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í vikunni. Hópurinn krefst 42 milljóna dollara fyrir að sleppa því að birta upplýsingarnar.

Hópurinn er sagður hafa brotist inn í tölvukerfi lögmannsskrifstofu í New York og stolið miklu magni gagna. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú málið. Samkvæmt frétt Forbes þá notuðu þrjótarnir forrit, sem heitir REvil, til að brjótast inn í tölvukerfið.

Ekki liggur fyrir hvaða upplýsingar hópurinn telur sig hafa komist yfir en í yfirlýsingu frá honum, sem birtist á heimasíðu hans á hinu svokallað Djúpneti segir:

„Næst kemur röðin að Donald Trump. Kosningabarátta stendur yfir og við erum með eitt tonn af skít. Herra Trump, ef þú vilt halda áfram að vera forseti, hlustaðu þá á strákana því annars getur þú gleymt þessu. Til allra kjósenda, þið munið ekki vilja sjá hann sem forseta eftir opinberun sem þessa. En engin smáatriði núna. Fresturinn er ein vika.“

Hópurinn hefur áður ráðist á fyrirtækin Travelex og hönnuðinn Kenneth Cole. Nú síðast var það lögmannsstofan Grubman, Shire, Meiselas and Sacks sem varð fyrir barðinu á honum. Þar stálu þeir 756 gígabætum af gögnum og segir Forbes að hópurinn hafi nú þegar birt gögn varðandi Madonnu og Lady Gaga, sem eru viðskiptavinir stofunnar. Þrjótarnir eru einnig sagðir hafa læst öryggisafritum lögmannsstofunnar.

Í fyrstu krafðist hópurinn 21 milljónar dollara fyrir að afhenda gögnin en þegar lögmannsstofan svaraði þeirri kröfu ekki var upphæðin tvöfölduð og Trump dreginn inn í málið. Bandarískir fjölmiðlar segja að Trump hafi aldrei verið í viðskiptum við lögmannsstofuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“