fbpx
Miðvikudagur 13.nóvember 2024
Pressan

Dularfullur barnasjúkdómur gæti verið lykillinn að bóluefni gegn kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 05:34

Central Park á tímum COVID-19. Mynd: EPA-EFE/Peter Foley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjaldgæfur barnasjúkdómur hefur blossað upp að undanförnu á svæðum þar sem kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, herjar. Breskir læknar vöruðu við þessum sjaldgæfa sjúkdómi í apríl en þá höfðu átta börn veikst af honum í Lundúnum. Eitt þeirra, 14 ára, lést. Breskir læknar telja að nú séu um 100 bresk börn með sjúkdóminn sem heitir Kawasaki en hann veldur sjaldgæfum bólgum.

Bandarískir læknar eru nú að rannsaka á annað hundrað börn, flest í New York ríki, sem gætu verið með sjúkdóminn. New York hefur farið illa út úr heimsfaraldrinum. Það sama á við um Ítalíu, Frakkland og Spán en þar hafa einnig verið skráð tilfelli af Kawasaki sjúkdómnum.

Algengustu sjúkdómseinkennin eru útbrot, bólgnir hálskirtlar og þurrar og sprungnar varir. Alvarlegri einkenni hans eru viðvarandi hiti, sýking og skert starfsemi nýrna og hjarta.

Jeffrey Burns, læknir á Boston Children Hospital, hefur tekið saman upplýsingar um sjúkdóminn í hinum ýmsu löndum. Kenning hans er að hér sé um að ræða sjúkdóm sem fylgir í kjölfar kórónuveirunnar. Þetta sagði hann í samtali við CNN. Það styður þessa kenningu hans að flest barnanna greindust með kórónuveiruna þegar þau veiktust eða mótefni henni sem þýðir að þau höfðu verið smituð.

Ekki er talið að kórónuveirusmit valdi sjúkdómnum beint heldur geti það verið viðbrögð ónæmiskerfisins við veirunni sem valdi Kawasaki sjúkdómnum. Ónæmiskerfið hafi brugðist svo harkalega við veirunni að það hafi kallað fram önnur sjúkdómseinkenni.

Moshe Arditi, sérfræðingur í barnasmitsjúkdómum á Cedars-Sinai Medical Center í Los Angeles, er sammála þessari kenningu. Hann telur að Kawasaki sjúkdómurinn sé síðbúin viðbrögð ónæmiskerfis barnanna við kórónuveirusmiti.

Læknarnir eru sammála um að fleiri tilfelli af Kawasaki sjúkdómnum muni koma upp samhliða því að fleiri smitast af kórónuveirunni.

Fá börn veikjast alvarlega af sjúkdómnum og sem betur fer eru til meðferðir við honum.

Verið er að rannsaka sjúkdóminn og viðbrögð barna við honum en það getur verið lykillinn að því að öðlast skilning á af hverju börn veikjast síður alvarlega af kórónuveirunni en fullorðnir. Hugsanlega er ástæðan sú að ónæmiskerfi barna bregðist við kórónuveirunni á sérstaklega áhrifaríkan hátt. Svo áhrifaríkan að hann valdi hinum sjaldgæfa Kawasaki sjúkdómi.

„Að skilja viðbrögð ónæmiskerfis barna við COVID-19 getur verið lykillinn að þróun bóluefnis og einnig getur það verið lykillinn að meðferð fullorðinna að skilja af hverju börn takast betur á við kórónuveiruna.“

Hefur CNN eftir Jeffrey Burns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ fær að finna fyrir reiði kvenna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjarna úr Bridgerton bregður sér í nýtt hlutverk

Stjarna úr Bridgerton bregður sér í nýtt hlutverk
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Mjólkuðu“ eitur sem dugir til að drepa 400 manns úr eiturslöngu

„Mjólkuðu“ eitur sem dugir til að drepa 400 manns úr eiturslöngu