fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Borgaði 80 milljónir fyrir skó Michael Jordan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. maí 2020 07:30

Það eru svona skór sem verða boðnir upp. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nike Air Jordan 1 skór frá árinu 1985 seldust fyrir sem svarar til um 80 milljóna íslenskra króna á uppboði hjá Sotheby‘s í gær. Þetta voru fyrstu skórnir sem báru nafn Jordan sem var þá nýbúinn að slá í gegn í NBA deildinni í körfubolta.

Uppboðshúsið reiknaði með að skórnir myndu seljast á sem nemur um 20 milljónum íslenskra króna en það var greinilega mikið vanmat. Það gerir þetta skópar auðvitað enn merkilegra að Jordan notaði það í leik og skrifaði nafn sitt á annan skóinn.

Ekki er ólíklegt að svona hátt verð hafi fengist vegna þeirrar athygli sem hefur beinst að Jordan að undanförnu eftir að Netflix hóf að sýna þáttaröðina „The Last Dance“ sem fjallar um Jordan og Chicago Bulls.

Þetta rándýra skópar er eitt af aðeins 12 af þessari tegund sem voru búin til en þau voru öll búin til fyrir Jordan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvíthákarl varð manni að bana

Hvíthákarl varð manni að bana
Pressan
Í gær

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann

Þótti dóttirin vera „of falleg til að geta verið dóttir hans“ – DNA-próf afhjúpaði ótrúlegan sannleikann