Uppboðshúsið reiknaði með að skórnir myndu seljast á sem nemur um 20 milljónum íslenskra króna en það var greinilega mikið vanmat. Það gerir þetta skópar auðvitað enn merkilegra að Jordan notaði það í leik og skrifaði nafn sitt á annan skóinn.
Ekki er ólíklegt að svona hátt verð hafi fengist vegna þeirrar athygli sem hefur beinst að Jordan að undanförnu eftir að Netflix hóf að sýna þáttaröðina „The Last Dance“ sem fjallar um Jordan og Chicago Bulls.
Þetta rándýra skópar er eitt af aðeins 12 af þessari tegund sem voru búin til en þau voru öll búin til fyrir Jordan.