The Hill hefur eftir talsmanni samtakanna að níu manns hafi verið að störfum á verndarsvæðinu síðan í apríl. Samtökin senda venjulega lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til átakasvæða eða náttúruhamfarasvæða en þetta er í fyrsta sinn sem þau senda fólk til starfa í Bandaríkjunum.
Verndarsvæðið er í norðausturhluta Arizona og nær yfir tæplega 67.000 ferkílómetra. Þetta er stærsta verndarsvæði indíána í Bandaríkjunum. Um 170.000 indíánar búa þar. Þar eru fleiri tilfelli COVID-19 smita miðað við höfðatölu en í nokkru ríki Bandaríkjanna eða 1.786 smit á hverja 100.000 íbúa.
Fram að þessu hafa 100 dauðsföll verið skráð á verndarsvæðinu en indíánarnir eru með miklar áhyggjur af velferð elstu íbúanna sem bera ábyrgð á að varðveita menningu þeirra og tungumál.
Læknar án landamæra hafa einnig sent lítið teymi til aðstoðar Puebloindíánum norðan við Albuquerque.