fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Læknar án landamæra að störfum í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. maí 2020 16:00

Navajo indíánar við helgiathöfn. EPA-EFE/MATT YORK / POOL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrsta sinn í sögunni hafa mannúðarsamtökin Læknar án landamæra sent fólk til aðstoðar í Bandaríkjunum. Hópur hefur verið sendur til verndarsvæðis Navajo indíána til að aðstoða yfirvöld þar í baráttunni við kórónuveiruna.

The Hill hefur eftir talsmanni samtakanna að níu manns hafi verið að störfum á verndarsvæðinu síðan í apríl. Samtökin senda venjulega lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk til átakasvæða eða náttúruhamfarasvæða en þetta er í fyrsta sinn sem þau senda fólk til starfa í Bandaríkjunum.

Verndarsvæðið er í norðausturhluta Arizona og nær yfir tæplega 67.000 ferkílómetra. Þetta er stærsta verndarsvæði indíána í Bandaríkjunum. Um 170.000 indíánar búa þar. Þar eru fleiri tilfelli COVID-19 smita miðað við höfðatölu en í nokkru ríki Bandaríkjanna eða 1.786 smit á hverja 100.000 íbúa.

Fram að þessu hafa 100 dauðsföll verið skráð á verndarsvæðinu en indíánarnir eru með miklar áhyggjur af velferð elstu íbúanna sem bera ábyrgð á að varðveita menningu þeirra og tungumál.

Læknar án landamæra hafa einnig sent lítið teymi til aðstoðar Puebloindíánum norðan við Albuquerque.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð

Sakamál: Brúðkaupsafmælið breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?

Á að búa um rúmið á hverjum morgni?