Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá seðlabankanum. Í henni kemur fram að reiknað er með 14% samdrætti í vergri þjóðarframleiðslu vegna heimsfaraldursins.
Þetta eru mestu efnahagslegu þrengingarnar sem Bretar hafa séð síðan 1709 þegar þegar mjög kaldur vetur var í Evrópu en hann hafði gríðarleg áhrif á breskt efnahagslíf.
En þrátt fyrir að útlitið sé ekki bjart á næstunni þá er ljósi punkturinn í skýrslunni að reiknað er með að efnahagslífið taki vel við sér á næsta ári og að þá aukist verg þjóðarframleiðsla um 15%.