fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Smitaðist af kórónuveirunni – Vaknaði upp án fóta

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. maí 2020 08:00

Nick Cordero. Mynd: EPA/JASON SZENES

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíski leikarinn Nick Cordero komst nýlega til meðvitundar eftir að hafa verið haldið sofandi vikum saman. Cordero, sem hefur meðal annars verið tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir leik sinn, veiktist af COVID-19 í mars. Í byrjun apríl var hann svæfður vegna alvarleika sjúkdómsins og um miðjan mars neyddust læknar til að taka báða fótleggi hans af honum.

Eiginkona hans Amanda Kloots skýrði frá því á Instagram í gær að Cordero væri kominn til meðvitundar. Í færslu sinni sést hún tala til sonar síns og segja honum að pabbi sé vakandi en hann sé mjög veikburða og það krefjist mikillar orku að opna og loka augunum.

Hann á enn langt í land með að ná bata og er rétt farinn að geta brugðist við fyrirmælum lækna.

Læknar neyddust til að aflima hann vegna mikillar blóðsöfnunar í fótunum á meðan hann var í öndunarvél. Auk þess fékk hann hjartastopp og sveppasýkingu í lungun.

Kloots segist ekki vita hvar Cordero smitaðist en hann glímdi ekki við nein heilsufarsvandamál áður.

„Þetta leggst ekki bara á gamalt fólk. Þetta er raunveruleikinn. Algjörlega heilbrigður 41 árs maður.“

Sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Í gær

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið

Hann skildi ekki af hverju móðir hans hvarf alltaf í nokkra tíma á aðfangadagskvöld – Síðan kom bréfið
Pressan
Í gær

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“

Hér borðar fólk skyndibita á aðfangadagskvöld – „Ég held nánast að það sé bara í eðli okkar“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum