Hún sagði að í sannleika sagt þá særði þetta hana. Hún reyndi að byggja upp betra samband við Rússland á hverjum degi en samtímis finnist beinharðar sannanir fyrir að Rússar hafi gert þetta.
Áður hafði Der Spiegel skýrt frá því að rússneska leyniþjónustan GRU hafi brotist inn í tölvupósta Merkel og þýska þingsins árið 2015.
Talsmenn þýska þingsins hafa ekki viljað tjá sig um málið og það hafa rússnesk stjórnvöld heldur ekki viljað.