fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Höfðu góða stjórn á COVID-19 – Síðan fór allt úr böndunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt gekk svo vel í Suður-Kóreu. Án þess að hafa þurft að loka samfélaginu algjörlega hafði tekist að ná góðri stjórn á COVID-19 faraldrinum í febrúar og mars. Mörg ríki horfðu öfundaraugum til landsins og þótti það nánast vera skólabókardæmi um fullkomin viðbrögð við faraldrinum. Sýni voru tekin úr gríðarlegum fjölda fólks og þannig tókst að fylgjast vel með útbreiðslu veirunnar og takmarka hana. Þetta leiddi til þess að í apríl var hægt að byrja að aflétta hluta þeirra takmarkana sem höfðu verið settar á líf landsmanna.

Þann 19. apríl var skemmtistöðum leyft að opna á nýjan leik svo dansþyrstir landsmenn gætu skellt sér út á gólfið og fengið útrás. Fleiri fyrirtæki og stofnanir fengu einnig að hefja starfsemi á nýjan leik.

En hér eru skemmtistaðir nefndir sérstaklega til sögunnar því umfjöllunarefnið er um heimsókn eins manns á nokkra skemmtistaði í Seoul fyrstu helgina í maí og hvernig hún breytti stöðunni algjörlega varðandi útbreiðslu kórónuveirunnar skæðu.

Maðurinn, sem er 29 ára, fór út að skemmta sér eitt kvöld og lagði leið sína á fimm bari og diskótek áður en leiðin lá heim. Wall Street Journal skýrir frá þessu. Þær reglur gilda nú í Suður-Kóreu að gestir á börum og skemmtistöðum verða að skrá nafn sitt og símanúmer við komuna til að hægt sé að hafa uppi á þeim ef þörf krefur í tengslum við útbreiðslu veirunnar. Því er vitað að maðurinn var á börunum og skemmtistöðunum ásamt um 7.200 öðrum.

Miðvikudaginn 6. maí kom í ljós að maðurinn væri smitaður af kórónuveirunni og að það hefði hann verið þegar hann fór út að skemmta sér helgina áður. Þetta hafði svo sannarlega miklar afleiðingar því nú hafa um 100 manns, sem sóttu sömu staði og hann þetta kvöld og nótt, greinst með smit og yfirvöld óttast að talan sé mun hærri.

Á mánudaginn greindust 35 ný smit í landinu og tengjast 29 þeirra smitkeðjunni sem fór af stað á börunum og diskótekunum fyrrgreinda helgi.

Borgaryfirvöld í Seoul hafa því gripið til þess ráðs að loka öllum veitingastöðum, börum og næturklúbbum í borginni. Borgarstjórinn sagði í tengslum við þessa ákvörðun að hugsunarleysi geti valdið sprengingu í fjölda smita og því verði að grípa til þessara ráðstafana.

Staðan í Suður-Kóreu breyttist því á einni helgi úr því að landið var nánast skólabókardæmi um vel heppnaðar aðgerðir yfirvalda í að vera land sem slakaði of snemma á þeim aðgerðum sem gripið hafði verið til.

Enn er unnið að því að hafa uppi á öllum þeim sem sóttu fyrrgreinda bari og diskótek um leið og smitberinn. Notast er við upptökur úr eftirlitsmyndavélum, greiðslukortafærslur og gögn símafyrirtækja. Auk þess er auðvitað listinn með nöfnum og símanúmerum en sá galli er á honum að ekki virðast allir hafa skýrt satt og rétt frá þegar þeir skráðu sig. Að minnsta kosti hafa rúmlega 3.100 manns ekki svarað símtölum og segir borgarstjórinn að annaðhvort vilji fólkið ekki svara eða það hafi gefið upp röng símanúmer.

Yfirvöld höfðu ákveðið að slaka enn frekar á þeim hömlum sem settar höfðu verið á daglegt líf landsmanna, til dæmis átti að hefja skólastarf á nýjan leik. En nú hefur þessu öllu verið slegið á frest í kjölfar næturskemmtunar eins manns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?