fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

WHO – Hætta á að stór hluti fólks smitist af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að enn sé langt í land með að hjarðónæmi náist gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víða um heim eru það aðeins á milli eitt og tíu prósent fólks sem hefur myndað mótefni gegn veirunni.

Tölurnar eru byggðar á rannsóknum á mótefni í fólki í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingu frá WHO er haft eftir Maria Van Kerkhove, farsóttafræðingi, að enn sé langt í land með að hjarðónæmi náist.

Þegar tölur um fjölda ónæmra voru teknar saman 20. apríl var hlutfall fólks með mótefni á milli tvö og þrjú prósent. Kerkhove segir að þetta bendi til að stór hluti almennings eigi enn á hættu að smitast af veirunni.

Rannsóknir á blóði 400 Norðmann í síðustu viku sýndu að tveir af hverjum hundrað höfðu myndað mótefni gegn veirunni. Þátttakendurnir voru valdir af handahófi, óháð því hvort þeir hefðu sýnt sjúkdómseinkenni eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést