fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

WHO – Hætta á að stór hluti fólks smitist af kórónuveirunni

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. maí 2020 07:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að enn sé langt í land með að hjarðónæmi náist gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Víða um heim eru það aðeins á milli eitt og tíu prósent fólks sem hefur myndað mótefni gegn veirunni.

Tölurnar eru byggðar á rannsóknum á mótefni í fólki í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum.

Í yfirlýsingu frá WHO er haft eftir Maria Van Kerkhove, farsóttafræðingi, að enn sé langt í land með að hjarðónæmi náist.

Þegar tölur um fjölda ónæmra voru teknar saman 20. apríl var hlutfall fólks með mótefni á milli tvö og þrjú prósent. Kerkhove segir að þetta bendi til að stór hluti almennings eigi enn á hættu að smitast af veirunni.

Rannsóknir á blóði 400 Norðmann í síðustu viku sýndu að tveir af hverjum hundrað höfðu myndað mótefni gegn veirunni. Þátttakendurnir voru valdir af handahófi, óháð því hvort þeir hefðu sýnt sjúkdómseinkenni eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?