Annika Jensen, saksóknari, sagði í samtali við Ekstra Bladet að lögreglan telji að hópurinn, sem var vel skipulagður og starfaði fagmannlega, hafi smyglað 50 kílóum af kókaíni til landsins í hverjum mánuði frá 2012.
Samkvæmt ákærunni smyglaði hópurinn 4,5 tonnum af kókaíni til landsins en þar sem það var svo sterkt var hægt að drýgja það og tvöfalda magnið áður en það var selt. Af þeim sökum er ákært fyrir smygl á 9 tonnum.
Auk smygls og vopnalagabrota eru sumir ákærðir fyrir peningaþvætti og hylmingu.
Fólkið er allt frá Albaníu og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan síðasta sumar. Málið var unnið í samvinnu við lögreglulið víða um Evrópu. Hald hefur verið lagt á fasteignir og bíla í Albínu að verðmæti sem nemur um 400 milljónum íslenskra króna.