fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Efast um að Elísabet Bretadrottning komi aftur opinberlega fram

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. maí 2020 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, heldur áfram að herja á heimsbyggðina og sérstaklega viðkvæma hópa er ekki víst að Elísabet II Bretadrottning muni nokkru sinni aftur sinna opinberum skyldum sínum meðal almennings.

Þetta er mat Andrew Morton sem hefur skrifað margar bækur um bresku konungsfjölskylduna. Í viðtali við The Sun sagði hann að líklega muni Bretar sjá drottninguna í sjónvarpi og með aðstoð fjarfundabúnaðar eins og gert hefur verið á meðan heimsfaraldurinn hefur geisað.

Hann sagði þetta mjög sorglegt en hann sjái ekki hvernig drottningin geti tekið aftur upp hefðbundin skyldustörf. Faraldurinn hverfi ekki á næstunni og veiran muni vera viðloðandi næstu mánuði ef ekki ár.

Elísabet fagnaði nýlega 94 ára afmæli sínu og óhætt er að segja að hún tilheyri einum þeirra samfélagshópa sem heilbrigðisyfirvöld telja sérstaklega viðkvæma. Það er einmitt ástæðan fyrir að Morton telur ekki líklegt að drottningin muni sýna sig opinberlega í framtíðinni. Það væri of hættulegt fyrir hana að umgangast fólk. Hann sagði hana alltaf hafa elskað að koma fram og hitta fólk en þá áhættu geti hún ekki tekið núna.

„Hvernig getur hún verið viðstödd opnanir, hitt sendiherra, farið í ferðalög og hitt fólk? Ef hún fær veiruna stefnir það einnig heilsu Philip í hættu.“

Eiginmaður hennar, prins Philip, er 98 ára og orðinn slæmur til heilsunnar. Af þeim sökum hefur sérstök aðgát verið höfð í kringum hann eftir að heimsfaraldurinn braust út.

Karl prins, sem stendur móður sinni næstur að erfðum, er orðinn sjötugur og verður að taka því rólega vegna veirunnar en hann smitaðist fyrir nokkrum vikum en hefur jafnað sig. Hugsanlega er hann því ónæmur fyrir veirunni en það er ekki öruggt því vísindamenn hafa ekki getað staðfest að fólk byggi upp ónæmi ef það smitast.

Konungsfjölskyldan hefur enga opinbera viðburði í dagatali sínu næstu þrjá mánuði vegna heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?