fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Ótrúleg uppgötvun lækna – Var fyrsta staðfesta tilfelli COVID-19 í Evrópu?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 07:00

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig varð kórónuveiran, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, til og hvenær kom fyrsta smitið upp. Þessum spurningum hafa vísindamenn um allan heim reynt að svara á undanförnum mánuðum. Í síðustu viku komu franskir vísindamenn með innlegg í þessa vinnu sem gæti verið mikilvægt skref í þessu mikla púsluspili.

Í byrjun síðustu viku sagði franski læknirinn Yves Cohen að smit hefði nú verið staðfest í sjúklingi sem lá á sjúkrahúsi í París í lok desember. Áður var talið að fyrsta staðfesta smitið í Evrópu hefði komið upp í lok janúar.

Í lok síðustu viku tilkynnti hópur franskra röntgenlækna að þeir hefðu farið yfir röntgenmyndir af 2.500 sjúklingum, sem leituðu til Albert Schweitzer sjúkrahússins í Colmar, frá því í nóvember þar til í apríl. France Bleu skýrir frá þessu.

Læknarnir leituðu að grunsamlegum myndum og þegar slíkar fundust var farið ofan í kjölinn á sjúkraskýrslum viðkomandi.

Í ljós kom að röntgenmynd, sem var tekin 16. nóvember, sýndi að mjög líklega hafi viðkomandi sjúklingur verið með COVID-19. Þennan sama dag var fyrsta smitið staðfest í Kína en talið hefur verið að það hafi verið fyrsta tilfellið í heiminum.

Frönsku læknarnir fundu í allt 16 tilfelli í nóvember og desember þar sem flest bendir til að sjúklingarnir hafi verið smitaðir af veirunni.

Michel Schmitt, yfirlæknir á röntgendeild sjúkrahússins, sagði í samtali við France Bleu að þetta hafi í raun ekki komið á óvart. Margir þeirra hafi undrast undarlega inflúensu í haust. Hún hafi varað lengur en venja er og meiri verkir fylgt henni auk hás hita og þreytu.

Þá vaknar spurningin um af hverju veiran hefur verið komin til Colmar í Frakklandi í nóvember og að þar hafi 16 Frakkar smitast.

Svarið gæti tengst því að Colmar er vinsæll ferðamannastaður hjá Kínverjum af því að kínverska raunveruleikaþáttaröðin „Chineese Restaurant“ er tekin upp á svæðinu. Frakkarnir gætu því hafa smitast af Kínverjum sem voru á ferð í Colmar. Frönsk yfirvöld reyna nú að finna út hvort svo hafi verið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum