fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Lögðu hald á 38.500 hákarlsugga

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 11:10

Hluti fengsins. Mynd:Tollgæslan í Hong Kong

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Hong Kong lögðu nýlega hald á 26 tonn af hárkarlsuggum af 38.500 hákörlum. Meirihlutinn var af tveimur tegundum sem eru í útrýmingarhættu. Uggarnir komu til landsins í gámum frá Ekvador. Aldrei fyrr hefur verið lagt hald á svo mikið magn ugga í einu í Hong Kong.

Málið sýnir að enn er mikil eftirspurn eftir hákarlsuggum. Það er ekki bannað að selja og framreiða slíkan mat í Hong Kong en það þarf leyfi til þess.

Hákarlsuggar eru vinsæll matur í kínverskum brúðkaupum og meðal eldra fólks.

Uggarnir eru verðmætasti hluti hákarla og margir sjómenn kasta restinni af dýrunum, lifandi en með banvæna áverka, aftur í sjóinn eftir að hafa skorið uggana af þeim. Wild Aid samtökin telja að 73 milljónir hákarla séu drepnir árlega í þessu skyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?