fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Pressan

Hópur repúblikana sækir að Trump – „Eftir fjögur ár til viðbótar af þessu, verða Bandaríkin þá til?“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 08:00

Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur repúblikana rekur nú mjög harða herferð gegn Donald Trump forseta. Það hefur vakið töluverða athygli að einn af meðlimum hópsins er eiginmaður Kellyanne Conway, sem hefur verið sauðtryggur ráðgjafi Trump frá því í janúar 2017. Hún hefur varið forsetann með kjafti og klóm, óháð því hvað hefur gengið á. En nú glímir hún greinilega við ákveðinn höfuðverk á heimavelli.

Eiginmaður hennar, George Conway, er einn af þeim repúblikönum sem mynda hópinn „The Lincoln Project“. Hópurinn er mjög óánægður með Trump. Aftonbladet skýrir frá þessu.

Fram kemur að hópurinn hafi til dæmis fjármagnað auglýsingu sem var sýnd á Fox News í síðustu viku. Hún heitir „Mourning in America“ (Sorg í Ameríku) og er undir augljósum áhrifum frá frægri auglýsingu Ronald Reagan, „It‘s morning in America again“ frá 1984. Í auglýsingu The Lincoln Project er sett fram augljós gagnrýni á Trump og viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Bandaríkin eru veikburða, sjúk og fátækari undir forystu Trump segir í auglýsingunni.

Henni lýkur með því að eftirfarandi spurningu er varpað fram:

„Eftir fjögur ár til viðbótar af þessu, verða Bandaríkin þá til?“

Auglýsingin hefur ekki farið framhjá Trump sem lét fólkið á bak við The Lincoln Project heyra það á Twitter í síðustu viku.

„Hópur RINO (Republicans In Name Only (aðeins repúblikanar að nafninu til) innsk. blaðamanns), sem misheppnaðist hrapalega fyrir 12 árum, aftur fyrir 8 árum og var síðan valtað yfir af nýliða í pólitík fyrir fjórum árum hafa kópíerað (engin hugmyndaauðgi) hugmynd úr auglýsingu frá Ronald Reagan, „Morning in Amercia“ til að reyna að fela eigin mistök.“

„Af því að þeir vita ekki hvernig maður sigrar og hið svokallað Lincoln-verkefni er skammarlegt fyrir heiðarlega Abe (Abraham Lincoln, innsk. blaðamanns). Ég veit ekki hvað Kellyanne hefur gert við klikkaðan eiginmann sinn, Moonface (hér vísar Trump til andlitfalls, innsk. blaðamanns) en það hlýtur að hafa verið slæmt.“

Vilja losna við Trump

Markmið The Lincoln Project er að losna við Trump úr forsetastóli. Á heimasíðu verkefnisins segir að hópurinn sé enn ósammála demókrötum í pólitík en nú hljóti forgangsverkefni allra Bandaríkjamanna, sem elska föðurlandið, að trúa á stjórnarskrána og að þeim beri skylda til að sigra þá frambjóðendur sem hafa svikið stjórnarskrárbundnar skyldur sínar, óháð úr hvaða flokki þeir koma.

Kellyanne Conway er eins og áður sagði trú og trygg forsetanum, að minnsta kosti út á við, og á fimmtudaginn veittist hún harkalega að hópnum og sagði hann aldrei hafa náð þeim árangri sem hún hefur náð með Trump.

Fyrr um daginn skrifaði eiginmaður hennar pistil í Washington Post þar sem hann sagði Trump ljúga stanslaust, ekki ólíkt því sem geðsjúklingar gera til að blekkja hver annan. Hann sagði auglýsinguna einnig ganga nærri „viðkvæmu egói“ Trump.

Daginn eftir að Trump veittist að The Lincoln Project safnaði hópurinn einni milljón dollarar til baráttu sinnar og hefur aldrei áður safnað svo miklu fé á svo skömmum tíma. Frá því að hópurinn var stofnaður í árslok 2019 og til marsloka hafði hann safnað 2,5 milljónum dollara að sögn CNBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu

Jólahátíðin breyttist í martröð: Yfirheyrður tímunum saman með byssukúlu í höfðinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?