fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Dauðsföll af völdum COVID-19 hafa ekki verið færri í New York í sex vikur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 10:10

Times Square í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær voru 207 andlát af völdum COVID-19 skráð í New York ríki og hafa ekki verið færri á einum degi síðan 27. mars. Andrew Cuomo, ríkisstjóri, skýrði frá þessu á fréttamannafundi í gær.

Bloomberg News skýrir frá þessu. Fram kemur að Cuomo muni í dag skýra nánar frá hvernig og hvenær verður byrjað að slaka á þeim hömlum sem hafa verið settar í ríkinu vegna faraldursins. Hann hafði áður látið hafa eftir sér að ekki yrði byrjað að slaka á takmörkununum fyrr en 15. maí í fyrsta lagi.

Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum þá hafa 26.641 látist af völdum COVID-19 í New York. Ríkið er því það ríki Bandaríkjanna sem hefur orðið verst úti í faraldrinum. Í nágrannaríkinu New Jersey hafa næstflestir látist af völdum sjúkdómsins eða 9.300.

Á laugardaginn létust 226 af völdum sjúkdómsins í New York og 207 í gær eins og fyrr segir. Þetta var tíunda daginn í röð sem dauðsföllin voru á milli 200 og 300.

Innlögnum á sjúkrahús hefur einnig fækkað og sjúklingum á gjörgæsludeildum hefur einnig fækkað. Það er því að sjá sem faraldurinn sé á undanhaldi í ríkinu. Um helmingur 19 milljóna íbúa þess býr í New York borg þar sem meirihluti dauðsfallanna hefur átt sér stað, stór hluti þeirra á dvalarheimilum aldraðra og sjúkra. Frá 1. mars hafa tæplega 5.400 íbúar á dvalarheimilum í New York látist af völdum COVID-19. Þetta er um 20% af dauðsföllunum í ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi

Jólagóðverk Joe Biden: 37 fangar á dauðadeild verða ekki teknir af lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?

Furðulegt mál týnda þingmannsins sem fannst loks á heimili fyrir heilabilaða – Hvers vegna vissi enginn neitt?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum

Þetta áttu aldrei að geyma í fataskápnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?

Skiptir máli þótt maður gleymi að tannbursta stöku sinnum?