CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í bréfi sem Brian Chesky, forstjóri og stofnandi fyrirtækisins, sendi starfsfólkinu komi fram að fyrirtækið hafi aldrei gengið í gegnum jafn erfiða tíma og núna. Allur ferðamannaiðnaðurinn hafi orðið fyrir áhrifum af heimsfaraldrinum.
Einnig kemur fram í bréfinu að hann reikni með að tekjur fyrirtækisins verði aðeins helmingur þess sem var á síðasta ári.
Airbnb hefur átt í vandræðum með að endurgreiða viðskiptavinum sínum og styðja við bakið á „gestgjöfum“ sem hafa lifibrauð sitt af að leigja út í gegnum vefsíðuna. Þeir standa nú margir hverjir uppi með reikninga sem þeir geta ekki borgað því viðskiptavinir eru engir þessa dagana.