fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Airbnb segir 25% starfsmanna upp

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. maí 2020 18:25

Airbnb herðir útlánsreglur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan Airbnb, sem miðlar gistingu um allan heim, hefur sagt fjórðungi starfsmanna sinna upp eða 1.900 manns af um 7.500. Fólkið starfar víða um heim. Ástæðan er alheimsfaraldur kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að í bréfi sem Brian Chesky, forstjóri og stofnandi fyrirtækisins, sendi starfsfólkinu komi fram að fyrirtækið hafi aldrei gengið í gegnum jafn erfiða tíma og núna. Allur ferðamannaiðnaðurinn hafi orðið fyrir áhrifum af heimsfaraldrinum.

Einnig kemur fram í bréfinu að hann reikni með að tekjur fyrirtækisins verði aðeins helmingur þess sem var á síðasta ári.

Airbnb hefur átt í vandræðum með að endurgreiða viðskiptavinum sínum og styðja við bakið á „gestgjöfum“ sem hafa lifibrauð sitt af að leigja út í gegnum vefsíðuna. Þeir standa nú margir hverjir uppi með reikninga sem þeir geta ekki borgað því viðskiptavinir eru engir þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?

Er þetta ástæðan fyrir því að Trump girnist Grænland?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut

Hér bjó fólk í 2.000 ár – Dag einn hvarf það á braut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu

Dularfull spænsk steinrista gæti endurskrifað sögu manna í Evrópu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar

Hægláta konan bjó með systur sinni og móður – Fáir vissu leyndarmál hennar