fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Rannsaka skólpið til að fylgjast með næstu bylgju COVID-19

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. maí 2020 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Matvælastofnun DTU háskólans í Kaupmannahöfn ætla á næstunni að rannsaka skólpið í dönsku höfuðborginni til að fylgjast með næstu bylgju COVID-19 faraldursins sem talið er að skelli á síðar á árinu.

Eflaust hugsa fæstir út í hvað verður um það sem þeir skila af sér í salernið hverju sinni. En nú munu 1,2 milljónir íbúa Kaupmannahafnar leggja sitt af mörkum við eftirlit með kórónuveirunni skæðu og útbreiðslu hennar.

TV2 hefur eftir Jacob Jensen, hjá Matvælastofnun DTU, að hægt sé að finna veiruna í skólpinu því hún skilji sig frá hægðunum þegar þær lenda í vatni. Með þessu sé í raun hægt að vita að fólk er smitað áður en það veit það sjálft.

Það er að vonum ekki hægt að rekja smitin til nafngreindra aðila en með þessu er hægt að fylgjast með hversu margir eru smitaðir hverju sinni og hver þróun smitsins er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann