fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Pressan

Þess vegna hvarf Kim Jong-un

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 07:01

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum þá hvarf Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, af sviðinu í apríl og birtist ekki aftur fyrr en í síðustu viku þegar hann var viðstaddur vígslu áburðarverksmiðju. Miklar vangaveltur voru uppi um ástæðuna fyrir hvarfi hans og var því jafnvel haldið fram að hann væri helsjúkur eða jafnvel látinn.

Orðrómur um þetta fór af stað þegar leiðtoginn lét sig vanta við hátíðarhöld þann 11. apríl þegar afmæli afa hans, sem stofnaði Norður-Kóreu, var fagnað en þetta er einn af stærstu hátíðisdögunum í landinu.

Yfirvöld í Suður-Kóreu voru allan tímann full efasemda um sannleiksgildi sögusagna um að leiðtoginn væri látinn eða svifi á milli heims og helju í kjölfar hjartaaðgerðar. Ástæðan var að ekkert óeðlilegt var á seyði í Norður-Kóreu. Svo virðist sem sunnanmenn hafi haft rétt fyrir sér því Kim Jong-un birtist, eins og fyrr sagði, í síðustu viku og var ekki annað að sjá en hann væri hinn hressasti.

Samkvæmt frétt The Washington Post þá afhenti suður-kóreska leyniþjónustan þingi landsins skýrslu í gær um málið. Í henni kemur að sögn fram að leyniþjónustan telji ekkert hæft í að leiðtoginn hafi gengist undir hjartaaðgerð. Hann hafi sinnt embættisverkum eins og venjulega á þeim tíma sem ekkert sást til hans.

Leyniþjónustan telur að ástæðan fyrir hvarfi leiðtogans sé að hann óttist kórónuveiruna, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Yfirvöld í Norður-Kóreu staðhæfa að engin smit hafi greinst þar í landi en hafa jafnframt sagt að þau taki málinu af mikilli alvöru.

Leyniþjónustan útilokar ekki að smit hafi komið upp í Norður-Kóreu og það vakti athygli þegar leiðtoginn birtist í síðustu viku að nær allir aðrir en hann voru með andlitsgrímur.

The Washington Post segir að Kim Jong-un hafi látið sig hverfa nokkrum sinnum áður á árinu. Hann lét til dæmis ekki sjá sig í þrjár vikur í byrjun árs og í 13 daga um miðjan febrúar. Hann er sagður hafa sýnt sig 17 sinnum opinberlega það sem af er ári en á undanförnum árum hefur hann að meðaltali sýnt sig opinberlega 50 sinnum á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði

Hver er maðurinn? – Lík í blautbúningi gæti hafa legið í uppistöðulóni í þrjá mánuði
Pressan
Í gær

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði

Nakinn maður fannst undir gólffjölunum hjá 93 ára konu – Talinn hafa haldið sig þar í sex mánuði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“

Fyrrum ráðunautur Obama varpar sprengju um ósigur demókrata – „Það felst ákveðin fyrirlitning í slíku, ómeðvituð fyrirlitning“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum

Norður-kóresku hermennirnir í Rússlandi fengu loks óheftan aðgang að netinu – með fyrirsjáanlegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin

Hvenær dagsins er best að taka D-vítamín? – Þetta segja vísindin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman

Leitin að þessum einstaka bíl stóð yfir áratugum saman