Í fyrstu þremur mánuðum ársins var hagvöxturinn, samkvæmt spánni, neikvæður um 0,3 prósent sem er miklu minni samdráttur en annarsstaðar í Evrópu. Til dæmis var hagvöxtur á Evrusvæðinu neikvæður um 3,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi.
Það eru þó blikur á lofti því atvinnuleysi hefur aukist mikið en frá því um miðjan mars hefur atvinnulausum fjölgað um 110.000. Um 300.000 manns hafa verið sendir tímabundið heim úr vinnu.