fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Ný gögn í máli Anne-Elisabeth – Varpa þau frekara ljósi á málið?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. maí 2020 05:24

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lögreglan hefur að sögn undir höndum myndbandsupptöku af bíl, sem er bakkað inn stíg að heimili Tom og Anne-Elisabeth Hagen, nokkrum mínútum áður en síðast heyrðist til Anne-Elisabeth. Síðast heyrðist til hennar klukkan 09.14 að morgni 31. október 2018 en þá ræddi hún við ættingja í síma. Bílnum var bakkað inn stíginn klukkan 09.05.

Aftenposten skýrir frá þessu. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að myndbandið sé eitt mikilvægasta sönnunargagnið við rannsókn málsins. Það tók nýja stefnu þann 28. apríl síðastliðinn þegar Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth, var handtekinn grunaður um að eiga aðild að hvarfi hennar og mögulega morði.

Eins og fyrr segir þá ræddi Anne-Elisabeth símleiðis við ættingja klukkan 09.14. Iðnaðarmaður hringdi í hana klukkan 09.48 en hún svaraði ekki. Gengið er út frá því að hún hafi horfið á mínútunum þarna á milli.

Haris Hrenovica, saksóknari, segir að upptakan sé í lélegum gæðum. Aðspurður sagði hann að hann gæti ekki skýrt nánar frá myndbandinu annað en að upptökur af þessu tagi séu ekki alltaf í miklum gæðum og það eigi við í þessu tilfelli. Hann sagðist ekki geta sagt neitt til um hvernig bíl er um að ræða eða litinn á honum.

Þegar bílnum var bakkað inn stíginn var Tom Hagen lagður af stað til vinnustaðar síns.

Samkvæmt frásögn hans þá kom hann heim að mannlausu húsi þann 31. október 2018. Þar fann hann bréf með hótunum og lausnargjaldskröfu en meintir mannræningjar kröfðust 9 milljóna evra fyrir að láta Anne-Elisabeth lausa.

Lögreglan hefur unnið út frá þeirri kenningu síðan síðasta sumar að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm