Dagbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að margir leiðandi sérfræðingar telji að í kjölfar COVID-19 heimsfaraldursins muni fylgja miklu skæðari faraldur ef ekki tekst að þróa bóluefni gegn veirunni.
Ástæðan er að við höfum einfaldlega skapað fullkomnar aðstæður fyrir sjúkdóma til að breiðast út. Uppskriftin inniheldur meðal annars skógarhögg í regnskógum, stjórnlaus landbúnaður, mikil útþennsla innviða mannlegra samfélaga og nýting okkar á villtum dýrum.
Í nýrri skýrslu frá Alþjóða náttúruráði Sameinuðu þjóðanna kemur fram að það séu einmitt við mennirnir og það sem við gerum sem valdi því að faraldurinn geti staðið yfir í allt að tvö ár. Einnig kemur fram að heimsfaraldrar framtíðarinnar muni oftar eiga sér stað, dreifast hraðar og hafa meiri efnahagslegar afleiðingar og verða fleirum að bana ef við förum ekki varlega í ákvarðanatöku okkar.