fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þrír læknar hafa dottið út um glugga að undanförnu – Tengist það COVID-19?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 05:57

Sjúkrahús í Moskvu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. apríl birtu rússnesku læknarnir Alexander Shulepov og Alexander Kosyakin myndband á YouTube. Í því sögðu þeir frá því að þeir væru neyddir til að vinna þrátt fyrir að Shulepov væri smitaður af COVID-19. Báðir störfuðu þeir sem læknar á sjúkrabílum.

Þremur dögum síðar birti Shulepov annað myndband á YouTube þar sem hann dró, það sem hann kallaði „tilfinningaþrungnar“ ásakanir til baka. Hann sagðist vera með kvef en liði annars vel. Hann sagði einnig að Kosyakin og hann sinntu ekki sjúklingum og hefðu verið teknir af vöktum.

En þar með lauk málinu ekki því á laugardaginn stórslasaðist Shulepov þegar hann féll út um glugga á sjúkrahúsi þar sem hann lá inni vegna COVID-19 smits. Hann höfuðkúpubrotnaði og þarf nú að takast á við þá áverka auk COVID-19. Lögreglan í Voronezh, þar sem sjúkrahúsið er, rannsakar nú málið. Það gerir mál hans enn dularfyllra að þetta var í þriðja sinn á tveimur vikum sem heilbrigðisstarfsmaður féll út um glugga.

The Moscow Times skýrir frá þessu. Fram kemur að Natalya Lebedeva, læknir, hafi látist eftir að hún féll út um glugga á sjöttu hæð. Hún hafði áður verið sökuð um að bera ábyrgð á útbreiðslu COVID-19 á sjúkrahúsinu sem hún starfaði á nærri Moskvu.

Þann 25. apríl féll Yelena Nepomnyashchaya út um glugga á fimmtu hæð Krasnoyarsk héraðssjúkrahússins. Starfsfélagar hennar segja að skömmu áður hafi hún kvartað yfir skorti á hlífðarbúnaði.

Í byrjun apríl skýrði Amnesty International frá máli Anastasia Vasiliyeva læknis. Hún hafði opinberlega kvartað undan skorti á hlífðarbúnaði fyrir þá sem meðhöndla COVID-19 sjúklinga. Hún var handtekin og lamin af lögreglumönnum á þeim sex klukkustundum sem hún var í haldi. Hún var síðan kærð fyrir brot á reglum um neyðartilvik.

Fyrrnefndur Alexander Kasyakin hefur nú verið kærður fyrir að dreifa falsfréttum en við því liggur allt að fimm ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti