fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Telja að verð á flugferðum geti hækkað um 50 prósent

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 19:11

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að verð á flugmiðum muni hækka um 50 prósent og jafnvel meira þegar flugsamgöngur fara að komast í fyrra horf. Samtökin telja einnig að það muni gera endanlega út af við mörg flugfélög ef það verður krafa til framtíðar að miðjusætin verði auð til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit.

Samtökin segjast styðja hugmyndir um að farþegar og áhafnarmeðlimir noti munnbindi á meðan á flugi stendur en geti ekki stutt hugmyndir um að halda verði ákveðinni fjarlægð í farþegarýmum því það hafi í för með sér að miðjusætin verði að standa auð. Það muni auka kostnað flugfélaga gríðarlega.

IATA telur að það séu litlar líkur á að kórónuveiran dreifist í flugvélum sem séu þéttsetnar. Það séu síur í lofthreinsikerfi vélanna sem geri það að verkum að erfitt sé fyrir veiruna að berast um vélarnar.

Flugfélög um allan heim hafa almennt farið illa út úr COVID-19 heimsfaraldrinum og lítið er um farþegaflug. Mörg flugfélög ramba á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld þurft að hlaupa undir bagga með mörgum félögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki