Samtökin segjast styðja hugmyndir um að farþegar og áhafnarmeðlimir noti munnbindi á meðan á flugi stendur en geti ekki stutt hugmyndir um að halda verði ákveðinni fjarlægð í farþegarýmum því það hafi í för með sér að miðjusætin verði að standa auð. Það muni auka kostnað flugfélaga gríðarlega.
IATA telur að það séu litlar líkur á að kórónuveiran dreifist í flugvélum sem séu þéttsetnar. Það séu síur í lofthreinsikerfi vélanna sem geri það að verkum að erfitt sé fyrir veiruna að berast um vélarnar.
Flugfélög um allan heim hafa almennt farið illa út úr COVID-19 heimsfaraldrinum og lítið er um farþegaflug. Mörg flugfélög ramba á barmi gjaldþrots og hafa stjórnvöld þurft að hlaupa undir bagga með mörgum félögum.