fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Milljarðar manna gætu búið á of heitum svæðum eftir 50 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. maí 2020 21:30

Fólk reynir að kæla sig í kæfandi hita. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef loftslagsbreytingarnar halda áfram á óbreyttum hraða næstu 50 árin munu allt að þrír milljarðar manna búa á svæðum þar sem er of heitt fyrir fólk. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Í niðurstöðum rannsóknarinnar, sem var birt í Proceedings of the National Academy of Sciences á mánudaginn, segja höfundar að ef losun gróðurhúsalofttegunda heldur óbreytt áfram muni milljarðar manna búa við heitari aðstæður en hafa gert lífinu kleift að blómstra hér á jörðinni síðustu 6.000 árin.

Fyrir hverja 1 gráðu sem meðalhitinn hækkar þarf um 1 milljarður manna að flytja sig um set til svalari svæða eða aðlagast auknum hita segir í rannsókninni. CNN skýrir frá.

Tim Kohler, einn af vísindamönnunum á bak við rannsóknina, segir að niðurstöðurnar sýni verstu útkomuna um hvað getur gerst ef við breytum engu.

Eins og staðan er núna stefnir í að meðalhitinn hækki um þrjár gráður fram að næstu aldamótum. Vísindamennirnir segja að líklega muni hiti á landi hækka hraðar en sjávarhiti og því sé líklegt að sá hiti sem fólk upplifir muni hækka um 7,5 gráður fram til 2070.

Meðal þeirra svæða sem munu verða fyrir mestum áhrifum eru löndin sunnan Sahara eyðimerkunnar, Suður-Ameríka, Indland, Suðaustur-Asía, Arabíuskagi og Ástralía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur