Það gæti því farið svo að lúxusferðir um Karabískahafið og aðra fjarlæga staði með skemmtiferðaskipum Norwegian Cruise Line heyri sögunni til. Félagið tilkynnti fjárfestum á þriðjudaginn að það glími við mikinn vanda og gæti neyðst til að hætta starfsemi.
CNN segir að í tilkynningu til bandaríska fjármálaeftirlitisins hafi félagið skýrt frá því að endurskoðendur þess telji „mikinn vafa“ leika á um getu fyrirtækisins til að halda áfram rekstri vegna COVID-19 faraldursins.
Félagið segir í tilkynningunni að það ætli að reyna að afla sér þriggja milljarða dollara til að styrkja stöðu þess. Féð á að sækja með lántökum og auknum innspýtingum frá fjárfestum. Ef þetta tekst telur félagið sig geta þraukað í 12 mánuði til viðbótar án þess að flytja farþega.
Norwegian Cruise Line á 17 skip og hefur pantað 6 til viðbótar. Þrátt fyrir nafn félagsins þá er það ekki frá Noregi heldur frá Miami í Bandaríkjunum og skip þess eru skráð á Bahamaeyjum.