fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Hvað gerist ef ekki tekst að búa til bóluefni gegn COVID-19?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. maí 2020 05:59

COVID-19 veiran. Mynd:U.S. Army

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan heilu samfélögin eru sem lömuð vegna COVID-19 heimsfaraldursins og milljónir manna hafa misst lífsviðurværi sitt vinna vísindamenn hörðum höndum að því að finna bóluefni gegn veirunni. En hvað ef allt fer á versta veg og ekki tekst að þróa bóluefni? Hvað gerist þá?

Í umfjöllun CNN um málið kemur fram að ef svo færi myndu samfélög reyna að læra að lifa með veirunni. Samfélög myndu opnast hægt og rólega og létt yrði á sumum hömlum en þó með fyrirvörum um að fylgja verði ráðleggingum sérfræðinga. Sýnataka og eftirlit með ferðum fólks yrði hluti af lífi fólks til skamms tíma séð. Í mörgum löndum gæti fólki svo nánast fyrirvaralaust verið skipað í sóttkví eða einangrun. Hugsanlega myndu finnast læknismeðferðir við sjúkdómnum en faraldrar gætu brotist út á ári hverju og dauðsföllum af völdum veirunnar myndi halda áfram að fjölga.

Þetta er auðvitað eitthvað sem stjórnmálamenn forðast að ræða enda vilja þeir halda í bjartsýnina. En margir sérfræðingar taka þennan möguleika mjög alvarlega og það ekki að ástæðulausu því þetta hefur gerst áður, nokkrum sinnum.

„Við getum ekki dregið ákveðna ályktun um að bóluefni verði búið til eða að það muni standast allar prófanir varðandi áhrif og öryggi.“

Hefur CNN eftir David Nabarro, prófessor í alþjóðaheilbrigðismálum við Imperial College London, sem benti einnig á að til væru veirur sem engin bóluefni væru enn til við. Hann sagði jafnframt að það væri mjög mikilvægt að samfélög um allan heim undirbúi sig undir að geta varist veirunni ef hún verði stöðug ógn en um leið gert fólki kleift að lifa félagslegu lífi og tryggja að hagkerfið stöðvist ekki.

Flestir sérfræðingar eru að sögn vissir um að bóluefni muni á endanum verða til gegn COVID-19, að hluta vegna þess að veiran stökkbreytist ekki hratt eins og til dæmis HIV og malaría.

„Við höfum aldrei þróað bóluefni á 12 til 18 mánuðum. Það þýðir ekki að það sé útilokað en það væri mikið afrek.“

Sagði Peter Hotez, rektor National School of Tropical Medicine hjá Baylor College of Medicine í Houston.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans