VG segir að lögreglan hafi lagt mikla vinnu í að reyna að hafa uppi á minnisbókum Tom en hann hefur áratugum saman haldið ítarlegar dagbækur þar sem hann hefur skrifað niður hugsanir sínar og eiginlega flest það er varðar daglegt líf hans.
Lögreglan hefur rannsakað tölvur hans, bæði þær sem fundust heima hjá honum og þær sem fundust á vinnustað hans. VG segir að ekkert, sem gagnast rannsókn málsins, hafi fundist í þeim.
Lögreglan taldi að sögn VG að Tom myndi neita allri vitneskju um hvarf eiginkonu sinnar ef hann væri spurður út í það í yfirheyrslu og því var gripið til þess að hlera síma hans og heimili í þeirri von að hann myndi ræða málið við einhvern.
Tom hefur fram að þessu neitað að vita neitt um hvarf eiginkonu sinnar.