CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að meðal þeirra sem hafa verið sendir heim séu Francesco Bonura, Vincenzo Iannazzo og Pasquale Zagaria. Bonura afplánar 23 ára dóm, Iannazzo 14 ára dóm og Zagaria 20 ára dóm. Allir voru þeir fundnir sekir um mafíustarfsemi og afbrot á vegum mafíunnar.
Ítalska ríkisstjórnin ákvað að ákveðnir fangar skyldu sendir heim í stofufangelsi til að vernda viðkvæma fanga frá því að smitast af kórónuveirunni. Federico Cafiero De Raho, saksóknari sem vinnur að rannsóknum á málefnum mafíunnar, er ekki sáttur við að mafíuleiðtogarnir hafi verið sendir heim í stofufangelsi.
Þeir voru allir dæmdir í fangelsi vegna stöðu þeirra í mafíunni og í fangelsunum hafa þeir nánast verið sambandslausir við umheiminn til að koma í veg fyrir að þeir héltu brotastarfsemi sinni áfram. Um leið og þeir séu komnir heim sé ekki hægt að koma í veg fyrir það segir De Raho.
Leiðtogar stjórnarandstöðuflokkanna hafa látið óánægju sína með þetta í ljós og segja að hér sé um skort á virðingu við fórnarlömb mafíósanna að ræða sem og við réttarvörslukerfið og fréttamenn.