fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

„Það er sagt að ég sé sá Bandaríkjaforseti sem hefur lagt harðast að sér“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 19:45

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum er farin af stað. Donald Trump, núverandi forseti, og Joe Biden, sem var varaforseti í valdatíð Barack Obama, munu væntanlega takast á um embættið. Trump er þegar farinn að láta að sér kveða í baráttunni og hikar ekki frekar en fyrri daginn við að hefja sjálfan sig til skýjanna.

Á sunnudaginn sagði hann að það væri varla nokkur forseti sem hefði staðið sig betur en hann.

„Þeir sem þekkja mig og þekkja einnig sögu landsins okkar segja að ég sé sá forseti Bandaríkjanna sem hefur lagt harðast að sér. Ég get ekki dæmt um það en ég legg hart að mér. Ég hef líklegast komið meiru í verk á fyrstu þremur og hálfu ári mínu í embætti en nokkur annar forseti.“

Sagði forsetinn að því er segir í umfjöllun The Independent.

Þessi ummæli komu skömmu eftir að Trump sagði að það væri ekki þess virði að halda daglega fréttamannafundi um COVID-19 faraldurinn sem hefur haft gríðarleg áhrif á heilsu og fjárhag tugmilljóna Bandaríkjamanna.

Trump var mikið í kastljósinu í síðustu viku eftir að hann lagði til að fólk innbyrti hugsanlega sótthreinsandi efni á borð við klór til að vinna á COVID-19 veirunni. Þessi hugmynd hans var fljótt skotin í kaf af læknum og framleiðendum sótthreinsiefna.

Trump sagði skömmu síðar að hann hefði bara verið kaldhæðinn þegar hann sagði þetta en það var um seinan því margir samlanda hans höfðu tekið orðum hans alvarlega og finnst hugsanlega ekkert fyndið við þau. Yfirvöld í Maryland skýrðu frá því á mánudaginn að heilbrigðisyfirvöldum í ríkinu hefðu borist mörg hundruð símtöl frá fólki sem vildi vita hvort hægt sé að halda COVID-19 veirunni frá sér með því að drekka sótthreinsi efni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu