fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Pressan

„Grunsamlega“ margir hafa látist í nígerískri stórborg

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 21:00

Hluti af Kano. Mynd:Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Nígeríu hefur fyrirskipað tveggja vikna stöðvun nær allrar atvinnustarfsemi í borginni Kano, sem er stærsta borgin í samnefndu fylki. Einnig á fólk að halda sig heima við og forðast nánd við annað fólk. Ástæðan er mikil fjölgun dauðsfalla í borginni að undanförnu.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að grunsemdir hafi vaknað um að dauðsföllin séu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Borgaryfirvöld neita því og segja að um inflúensu sé að ræða.  Læknar í borginni hafa þó áhyggjur af að hér sé um dauðsföll af völdum COVID-19 að ræða.

Ríkisstjórn landsins hefur lofað að veita borgaryfirvöldum nauðsynlegan stuðning.

Í fyrradag höfðu aðeins 32.138 tilfelli COVID-19 verið staðfest í Afríku og 1.438 dauðsföll. En þar sem innviðir margra samfélaga eru lélegir og takmarkaðir möguleikar á að taka sýni úr fólki þá eru þessar tölur væntanlega miklu hærri. Þróun mála í Kano síðustu daga bendir til að stórir faraldrar kórónuveiru séu nú í Afríku.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur varað við því að 10 milljónir Afríkubúa geti látist af völdum COVID-19 á næstu þremur til sex mánuðum. Þó sé hægt að lækka þessa tölu mikið ef yfirvöldum tekst að halda aftur af útbreiðslu veirunnar.

Nígerísk yfirvöld hafa lofað að í þessu fjölmennasta ríki álfunnar verði tekin sýni úr fólki, það fái viðeigandi læknismeðferð og verði sett í einangrun. Þetta gengur þó hægt því aðeins hafa verið tekin um 10.000 sýni í landinu. 1.182 smit hafa verið staðfest og 35 dauðsföll.

Eina sýnatökustöðin í Kano var lokuð mestan hluta síðustu viku því fjórir starfsmenn hennar höfðu greinst með COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Af hverju eru fætur sumra misstórir?

Af hverju eru fætur sumra misstórir?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fíll stangaði ferðamann til bana

Fíll stangaði ferðamann til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári