Í dag var Ståle Kihle tilnefndur sem lögmaður barna þeirra hjóna. Í samtali við TV2 sagði hann að börnin væru sannfærð um að faðir þeirra sé saklaus og séu þau öll þrjú sammála um það. Hann sagði að málið hafi haft mikil áhrif á þau síðan móðir þeirra hvarf og ekki hafi handtakan í gær og grunurinn um að faðir þeirra hafi staðið að baki hvarfi móður þeirra bætt úr skák.
Þegar Tom Hagen var úrskurðaður í gæsluvarðhald lagði lögreglan ýmis skjöl fram sem lögreglan telur sýna að hann tengist hvarfi eiginkonunnar. Skjölin eru svo leynileg að hann varð að yfirgefa dómssalinn þegar þau voru lögð fram.
Verjandi hans, Svein Holden, segir gögn lögreglunnar vera veik og gæsluvarðhaldsúrskurðinn kveðinn upp á veikum grunni. Hann hefur verið kærður til æðra dómsstigs.