fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fjölskylda Tom Hagen telur hann saklausan

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 21:30

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var norski milljarðamæringurinn Tom Hagen handtekinn, grunaður um aðild að hvarfi og jafnvel morði á eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, sem hefur verið saknað síðan í október 2018. Hann neitar sök en hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Í dag var Ståle Kihle tilnefndur sem lögmaður barna þeirra hjóna. Í samtali við TV2 sagði hann að börnin væru sannfærð um að faðir þeirra sé saklaus og séu þau öll þrjú sammála um það. Hann sagði að málið hafi haft mikil áhrif á þau síðan móðir þeirra hvarf og ekki hafi handtakan í gær og grunurinn um að faðir þeirra hafi staðið að baki hvarfi móður þeirra bætt úr skák.

Þegar Tom Hagen var úrskurðaður í gæsluvarðhald lagði lögreglan ýmis skjöl fram sem lögreglan telur sýna að hann tengist hvarfi eiginkonunnar. Skjölin eru svo leynileg að hann varð að yfirgefa dómssalinn þegar þau voru lögð fram.

Verjandi hans, Svein Holden, segir gögn lögreglunnar vera veik og gæsluvarðhaldsúrskurðinn kveðinn upp á veikum grunni. Hann hefur verið kærður til æðra dómsstigs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm