fbpx
Miðvikudagur 08.janúar 2025
Pressan

100 ára á toppnum – 5,5 milljarðar og 125.000 afmæliskveðjur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 21:50

Tom Moore. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Moore, fyrrum kapteinn í breska hernum, er svo sannarlega dæmi um að Bretar reyna að hjálpast að á þessum tímum COVID-19 heimsfaraldursins. Hann er auðvitað bara ein af mörgum hetjum dagsins en sker sig þó úr að því leyti að hann er 100 ára, hann á einmitt afmæli í dag.

Þann 6. apríl ákvað hann, með góðri aðstoð dóttur sinnar, að safna peningum til stuðnings NHS Charities, sem eru góðgerðarsamtök breska heilbrigðiskerfisins, sem styðja bæði starfsfólk og sjúklinga.

Hann ákvað að ganga að minnsta kosti 100 hringi í kringum húsið sitt með aðstoð göngugrindar sinnar. Með þessu vonaðist hann til að safna 1.000 pundum (sem svara til um 180.000 króna) til að færa samtökunum á afmælisdeginum sínum. Fjölmiðlar komust fljótt á snoðir um þetta og þá fór boltinn að rúlla.

Síðan 6. apríl hefur Tom safnað 30 milljónum punda en það svarar til um 5,5 milljarða króna. Engum sjálfboðaliða hefur nokkru sinni tekist að safna svona miklu fé á Bretlandseyjum.

Heiðursflug var flogið yfir heimili Tom í dag. Mynd:EPA

Breska póstþjónustan hefur nú þegar gefið út frímerki til að hylla Tom Moore. Pósthúsið í South Midlands, þar sem hann býr, þurfti að taka eina flokkunarvél undir það eitt að flokka póst til Tom en í gær höfðu honum borist 125.000 afmæliskveðjur með póstinum. Leikfimisalur í grunnskóla hefur verið tekin undir öll kortin.

Tom Moore með heillaóskakort frá Elísabetu drottningu í dag. Mynd:EPA

En þar með er ekki öll sagan sögð því fyrir tíu dögum tók Tom upp lagið „You‘ll never walk alone‘ með söngvaranum Michael Ball og kór heilbrigðisstarfsmanna. Lagði situr í efsta sæti breska vinsældalistans en það hefur selst í 82.000 eintökum og verið hlaðið niður rúmlega milljón sinnum af YouTube. Tom er elsti maðurinn sem setið hefur á toppi vinsældalistans. Ágóðinn af sölu lagsins fer einnig í söfnunina.

Í tilefni dagsins flugu flugvélar frá breska hernum heiðursflug yfir heimili Tom í dag og hann var hækkaður í tign og er nú ofursti að tign.

Hann barðist með breska hernum í síðari heimsstyrjöldinni og fékk þrjár orður fyrir framgöngu sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst

10 ára gömul ráðgáta er aftur til skoðunar – Engin greiðsla ef ekkert finnst
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann

Hjónin fundust myrt og sundurhlutuð – Minnisbókin afhjúpaði skelfilegan sannleikann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt

Hugsun þín er ekki hraðari en þráðlausa netið þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli