Ítalskir og breskir vísindamenn rannsaka nú hvort tengsl séu á milli COVID-19 faraldursins og bólgusjúkdómsins. Einkenni hans eru hár hiti og bólgnar æðar. Líklega er um svokallaðan Kawasakisjúdóm að ræða en hann er algengur víða í Asíu.
Í samtali við LBC Radio sagði Hancock að nokkur börn hafi látist án þess að glíma við undirliggjandi sjúkdóma. Þetta sé nýr sjúkdómur sem kórónuveira og COVID-19 veiran valdi hugsanlega. Það sé þó ekki alveg öruggt því sumir þeirra sem hafa fengið sjúkdóminn hafa ekki greinst jákvæðir við rannsóknir. Af þeim sökum sé nú verið að rannsaka málið af miklum þunga.
Orsakir Kawasakisjúkdómsins eru óþekktar en hann leggst yfirleitt á börn yngri en fimm ára. Þau fá þá oft hita, útbrot og kirtlar bólgna. Í alvarlegustu tilfellunum geta komið upp bólgur í slagæðum hjartans.