fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Heiðursmaður og fyrirmynd eða kaldrifjaður morðingi? – Myrti hann Anne-Elisabeth Hagen?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. apríl 2020 05:42

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærmorgun handtók norska lögreglan milljarðamæringinn Tom Hagen en hann er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen, og/eða vera í vitorði með fleirum um hvarf hennar og morð. Viðskiptafélagar hans segja hann vera „heiðursmann og fyrirmynd“. Nú bíður lögreglunnar það verkefni að rannsaka hvort það er satt og rétt eða hvort hann sé kaldrifjaður morðingi. Hann verður færður fyrir dómara í dag þar sem gæsluvarðhalds verður krafist yfir honum.

Anne-Elisabeth Hagen hvarf á dularfullan hátt frá heimili þeirra hjóna í Lørenskog, í útjaðri Osló, að morgni 31. október 2018. Síðan þá hefur ekkert til hennar spurst. Vitað er að hún ræddi við ættingja í síma á tíunda tímanum þennan morgun en eftir það er lítið sem ekkert vitað hvað gerðist í húsinu. Tom Hagen er meðal 200 ríkustu manna Noregs og því þótti ekki útilokað að eiginkonu hans hefði verið rænt í því skyni að krefjast lausnargjalds. Miðar, með kröfum um lausnargjald, voru skildir eftir í húsinu.

Auður Tom Hagen er sagður nema um 1,9 milljarði norskra króna en þrátt fyrir það vissu fáir Norðmenn hver hann var áður en eiginkona hans hvarf. Hann hefur látið lítið fyrir sér fara og hefur ekki borist sérstaklega mikið á í lífsstíl. Til dæmis er ekki að sjá á húsi hans og nánast umhverfi að þar búi milljarðamæringur.

„Það sem ég hef einbeitt mér að á 40 ára ferli er að búa til öruggan vinnustað. Það er hvatningin mín. Það að ég sé ríkur hugsa ég ekki um.“

Sagði hann í viðtali við staðarblaðið Romerikes Blad 2008 en afar sjaldgæft er að hann ræði við fjölmiðla.

Efnaðist á byggingaframkvæmdum

Eitt af því fáa sem vitað er um Tom Hagen er að fyrstu skref hans í átt að því að verða milljarðamæringur tók hann í bygginariðnaðinum. Ævintýrið hófst 1985 þegar hann byrjaði að láta að sér kveða í iðnaðinum. Hann fékk fljótlega á sig orð fyrir að geta byggt marga fermetra fyrir lágar upphæðir. Í framhaldi af þessu fór hann að láta að sér kveða í uppbyggingu skíðasvæðisins Kvitfjell. Það var slæm ákvörðun því hann varð næstum gjaldþrota í kjölfarið.

En hann hafði einnig stofnað orkufyrirtækið Elkraft með Marius Nerbye. Elkraft er undirstaðan undir auði og innkomu Hagen í dag. Nerbye sér um daglegan rekstur fyrirtækisins.

„Þetta er mikið áfall. Ég er að horfa á fréttamannafund lögreglunnar núna. Ég hef þekkt hann í 29 ár, frá því að við byrjuðum 1992. Þetta er harmleikur og ég þekki Lisbeth (Anne-Elisabeth Hagen, innsk. blaðamanns) og fjölskylduna líka. Þetta er harmleikur fyrir alla.“

Hafði Dagens Næringsliv eftir Nerbye í gær.

Anne-Elisabeth Falkevik Hagen og heimili hjónanna. Skjáskot af vef Aftenposten.

Fredrik Sneve, sem einnig er viðskiptafélagi Hagen, ræddi við Dagens Næringsliv í janúar og hafði ekkert nema gott að segja um Tom Hagen.

„Hann hefur alltaf verið harðduglegur kaupsýslumaður með einstaka hæfileika. Hann er skipulagður hugsjónamaður með gott auga fyrir tækifærum. Hann er einnig mjög umhyggjusamur og góður maður, stálheiðarlegur og hreinskilinn. Hann er heiðursmaður og fyrirmynd.“

Sagði Sneve þá.

Undarleg ákvæði í kaupmála

Tom Hagen neitar að hafa komið nokkuð nálægt hvarfi Anne-Elisabeth en lögreglan virðist hafa góð sönnunargögn fyrst hún lét til skara skríða í gær. Í norskum fjölmiðlum kom fram að rannsóknin hafi beinst að Tom Hagen síðan síðasta sumar. Lögreglan hafði meðal annars fengið heimild dómstóla til að koma hlerunarbúnaði fyrir á heimili hans. Einnig voru símar hans hleraðir sem og vinnustaður hans.

Norska ríkisútvarpið (NRK) skýrði í gær frá kaupmála þeirra hjóna en hann var gerður í ágúst 1987 og hefur hann vakið mikla undrun. Randi Birgitte Bull, lögmaður, sagði í samtali við NRK að hún hefði aldrei séð kaupmála, sem innihéldi ákvæði af þessu tagi, á þeim 25 árum sem hún hefur starfað sem lögmaður.

Mynd af skóförum sem fundust á vettvangi.

Samkvæmt kaupmálanum þá á Anne-Elisabeth nær enga kröfu til eigna þeirra. Fyrirtæki, hlutabréf og lausafé skal allt ganga til Tom Hagen. Við skilnað átti hún að fá sumarhúsalóð, 200.000 norskar krónur í reiðufé og Citroen BX 14 RE bíl eða sambærilegan bíl. Kaupmálin var gerður 1987. Sex árum síðar var gerð breyting á honum þar sem kemur fram að Tom eigi heimili þeirra einn því Anne-Elisabeth hafi erft hús foreldra sinna.

Tom Hagen neitar sök í málinu og það erfiða verkefni bíður því lögreglunnar að færa sönnur á að hann hafi verið viðriðinn hvarf Anne-Elisabeth og væntanlega dauða hennar. Sérfræðingar í sakamálum bentu á það í gær að miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir þá sé nær útilokað að Tom hafi verið einn að verki. Vitað er að hjónbandið var stormasamt og að Anne-Elisabeth hafði íhugað að skilja við Tom en þau gengu í hjónaband 1969.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans