Á síðustu 18 dögum hefur fjöldi smitaðra í Bandaríkjunum tvöfaldast og er nú komin yfir eina milljón. Um þrjátíu prósent tilfellana eru í New York ríki. Því næst koma New Jersey, Massachusetts, Kalifornía og Pennsylvania.
Á heimsvísu hafa rúmlega þrjár milljónir smita verið staðfest frá því að faraldurinn hófst í Wuhan í Kína í lok síðasta árs.
Í Bandaríkjunum hafa um 300 smit greinst á hverja 100.000 íbúa, á Spáni, þar sem tilfellin eru flest, eru þau 480 á hverja 100.000 íbúa.