fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Rússneskir fallhlífahermenn æfðu á norðurheimskautasvæðinu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 15:15

Rússneskir hermenn við æfingar. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að fallhlífahermenn hafi stokkið út úr 10.000 metra hæð yfir norðurheimskautasvæðinu, austan við Svalbarða, og lent heilu og höldnu og síðan tekið þátt í heræfingu. Í tilkynningu á heimasíðu ráðuneytisins segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hermönnum takist þetta við svo erfiðar aðstæður eins og eru á norðurheimskautasvæðinu.

Verdens Gang skýrir frá þessu. Fram kemur að haft sé eftir Junus-Bek Jevkurvo, aðstoðarvarnarmálaráðherra, að þetta hafi Rússum tekist fyrstum allra með því að nota nýja tegund fallhlífa. Einnig er haft eftir honum að æfingar sem þessar verði nú haldnar árlega á hinum ýmsu svæðum á norðurheimskautinu.

Æfingin fór fram á Franz Josef Land, sem eru rússneskar eyjar austan við Svalbarða. Sovétríkin sálugu fengu yfirráð yfir þeim 1926.

Rússnesku hermennirnir við æfingar. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Það tók hermennina fjórar mínútur að svífa til jarðar úr 10.000 metra hæð og notuðu þeir súrefnisgrímur á meðan. Við tóku þriggja daga æfingar þar sem ýmis atriði tengd hernaði við öfgafullt veðurfar voru æfð.

Norskir hernaðarsérfræðingar segja að tilgangur æfingarinnar hafi verið að sýna fram á getu rússneska hersins og reyna að styrkja stöðu hans á svæðinu. Það þurfi ekki að koma á óvart þó Rússar stundi heræfingar á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið