Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að yfirvöld hafi skoðað 1.700 dauðsföll sérstaklega til að fá skýrari mynd af áhættuþáttunum. Tölurnar sýna meðal annars að of hár blóðþrýstingur og hjarta- og æðasjúkdómar koma oft við sögu.
79,6 prósent hinna látnu voru með of háan blóðþrýsting.
29 prósent hinna látnu voru með sykursýki.
14,6 prósent hinna látnu voru með lungnasjúkdóm.
14,4 prósent hinna látnu voru ekki með neinn af fyrrgreindum áhættuþáttum.
Tölurnar sýna einnig að 90 prósent hinna látnu voru eldri en 70 ára. Helmingurinn var eldri en 86 ára. Eitt prósent hinna látnu voru yngri en 50 ára. 54 prósent hinna látnu voru karlar og 56 prósent dauðsfallanna áttu sér stað í Stokkhólmi og úthverfum borgarinnar.
Niðurstaðan er því að dánartíðnin er hærri meðal eldra fólks og hjá þeim sem eru með ákveðna sjúkdóma.