Starfsfólk dýraverndunarsamtakanna PETA segist hafa heimsótt markaðinn nú í apríl og meðal annars séð kjöt af villisvínum, snákum, hundum og rottum til sölu. Berhent sölufólk og viðskiptavinir hafi verið að handleika kjöt af dýrum sem var slátrað á staðnum.
Leðurblökur þykja herramannsmatur á sumum svæðum í Kína og það sama á við á Sulawesi eyju þar sem hefð er fyrir að nota þær í karrýrétt sem heitir Paniki. Í honum er meðal annars heil leðurblaka, þar á meðal vængirnir og hausinn.
Dýraverndunarsamtök og stjórnvöld víða um heim hafa kallað eftir því að markaðnum verði lokað en það hefur ekki borið árangur enn sem komið er.