fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Rússar ósáttir við fjárframlög Bandaríkjanna til Grænlands

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 11:00

Frá Nuuk á Grænlandi. Mynd: Oliver Schauf - Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn tilkynntu bandarísk stjórnvöld að þau ætli að styrkja Grænlendinga um 83 milljónir danskra króna en það svarar til rúmlega 1,6 milljarða íslenskra króna. Við það tækifæri sagði Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, að með þessu vildu Bandaríkin aðstoða Grænlendinga við að verjast „illgjörnum áhrifum og þrýstingi“ frá Kína og Rússlandi.

Vladimir V. Barbin, sendiherra Rússlands í Danmörku, er ekki sáttur við þetta og segir að þegar Bandaríkin tengi fjárstuðninginn beint við harða gagnrýni á Rússland ógni þeir friði á Norðurheimskautasvæðinu.

Þetta hefur Politiken eftir Barbin. Hann segir að miðað við ummæli Sands séu Bandaríkin að segja að þau ætli að rekja átakapólitík um málefni norðurslóða í stað þess að starfa með öðrum þjóðum og ræða við þær. Þetta geri Bandaríkin í þeirri von að geta orðið drottnarar á norðurslóðum.

Í grein eftir Carla Sands, sem birtist á vefmiðlinum Altinget í síðustu viku, varaði hún við „ögrandi framkomu“ Rússa og aukinni hernaðarvæðingu á heimskautasvæðinu. Rússar sjá málin frá annarri hlið og telja að með ásökunum Bandaríkjanna og einhliða ákvörðunum þeirra séu þau að grafa undan áratuga löngum friðsömu samskiptum á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni