fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Ný tíðindi í máli Kim Jong-un

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 05:47

Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum hafa miklar vangaveltur verið uppi síðustu daga um heilsu Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu. Því hefur meðal annars verið haldið fram að hann sé látinn og að hann svífi á milli heims og helju eftir hjartaaðgerð. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því 11. apríl. Vitað er að heilsufar hans er slæmt en hann er í mikilli ofþyngd, reykir, mæðist mikið og er undir miklu álagi.

Samkvæmt frétt CNN, sem fyrst fjallaði um meint veikindi leiðtogans, hafði Kim Jong-un gengist undir stóra hjartaaðgerð á einkasjúkrahúsi Kim-fjölskyldunnar í Hyangsanghéraðinu. En nú berast ný tíðindi af heilsufari leiðtogans og það frá nágrönnunum í Suður-Kóreu. Samkvæmt því sem Fox News hefur eftir talsmanni forseta Suður-Kóreu þá er leiðtoginn á lífi og við ágæta heilsu. Hann hafi haldið sig í Wonsan síðan 13. apríl. Ekkert hafi sést þar eða komið fram sem bendi til að eitthbvað sé að.

Norður-Kórea er lokaðasta land heims og ekki auðvelt að afla frétta þaðan. Þarlend yfirvöld hafa ekki sagt neitt um heilsu leiðtogans eða dvalarstað hans.

Í gær birti bandarísk hugveita gervihnattamyndir sem sýna einkalest Kim-fjölskyldunnar í Wonsan. Myndirnar voru teknar frá 21. til 23. apríl. En ekki er hægt að útiloka að um sviðsetningu sá að ræða af hálfu norður-kóreskra yfirvalda til að láta líta út fyrir að leiðtoginn sé í fríi í Wonsan. Enginn formlegur arftaki hefur verið útnefndur ef Kim Jong-un hverfur frá völdum af einhverri ástæðu og líklegt að mikil átök verði innan stjórnkerfis landsins ef rétt reynist að hann sé látinn. Þar gætu yfirmenn hersins tekist á við Kim-fjölskylduna um völdin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki