fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Bill Gates ætlar að framleiða milljarða skammta af bóluefni gegn COVID-19

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. apríl 2020 06:59

Bill Gates er ekki á flæðiskeri staddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Versta martröð mín er orðin að veruleika.“ Segir Bill Gates, stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims, og er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hann lýsir áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins.

Það er ekkert leyndarmál að mannúðarsamtök Gateshjónanna, Bill & Melinda Gates Foundation, vinna að því að þróa bóluefni gegn veirunni. Í samtali við The Times sagði Gates að hann hyggist reisa nokkrar verksmiðjur sem geta framleitt milljarða skammta af bóluefni og það áður en það hefur verið samþykkt til notkunar.

Gates hefur í hyggju að láta reisa fjórar eða fimm verksmiðjur fyrir þessa framleiðslu þrátt fyrir að líklegast verði aðeins þörf fyrir eina eða tvær þegar upp verður staðið. Með þessu sparast dýrmætur tími sagði hann við The Times.

Hann hefur mikla trú á bóluefni sem vísindamenn við Oxfordháskóla eru nú að þróa en tilraunir með það eru hafnar á mönnum.

„Ef niðurstöðurnar lofa góðu munum við byrja fjöldaframleiðslu.“

Sagði Gates sem sagði í viðtali við The Times í febrúar á síðasta ári að yfirvofandi heimsfaraldur væri það eina sem gæti haldið vöku fyrir honum.

„Það eru hundrað ár síðan síðasti alheimsfaraldur inflúensu reið yfir. Fólk ferðast meira í dag sem eykur smithraðann.“

Sagði hann þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“