BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að þeir, sem hlutu dauðadóm fyrir afbrot sem þeir frömdu þegar þeir voru ólögráða og hafa beðið aftöku, muni ekki verða teknir af lífi. Dómum þeirra verður breytt í fangelsisdóma sem verða að hámarki 10 ár. Ekki kemur fram í yfirlýsingunni hvenær þetta tekur gildi.
Aðeins eru nokkrir dagar síðan tilkynnt að hýðingar hefðu verið afnumdar sem refsing. Nú verður fólk sektað eða dæmt í fangelsi fyrir brot sem áður var refsað fyrir með hýðingum.
Samkvæmt skýrsu Amnesty International voru 184, 178 karlar og 6 konur, teknir af lífi í Sádi-Arabíu á síðasta ári.