fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Segja Trump finna til innilokunarkenndar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. apríl 2020 19:30

Hvíta húsið í Washington. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna COVID-19 faraldursins hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, ekki farið úr Hvíta húsinu í fimm vikur. Eftir því sem Washington Post segir þá er forsetinn farinn að finna til innilokunarkenndar. Hann og eiginkonan, Melania, neyðast til að vera heima og fara eftir fyrirmælum yfirvalda um að vera heima, svokölluð „stay at home order“.

En eins og margir þeirra 200 milljóna Bandaríkjamanna sem fyrirmælin ná til þá nýtur Trump ekki dvalarinnar heima við í einangrun.

„Forsetinn er mjög pirraður. Honum finnst hann vera innilokaður. Hann hlakkar mikið til að komast aftur út og hitta kjósendur sína.“

Hefur Washington Post eftir heimildamanni í Hvíta húsinu. Blaðið segir jafnframt að það hafi verið „innilokunarkennd“ Trump sem varð til þess á mánudaginn að hann krafðist þess að innflytjendum yrði bannað að koma til landsins næstu vikurnar.

„Trump hefur einfaldlega of mikinn tíma til að horfa á sjónvarpið. Hann horfði á Tucker Carlson, á Fox News, segja skoðun sína. Aðeins klukkustund síðar viðraði Trump sömu hugmynd á Twitter.“

Sagði fréttakonan Rachel Maddow á MSNBC.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift