Þessi mikla lánsfjárþörf er tilkomin vegna COVID-19 faraldursins og þeirra miklu útgjalda sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að efna til í því skyni að reyna að milda efnahagsleg áhrif faraldursins.
Í mars 2017 tilkynnti þáverandi fjármálaráðherra landsins, Kristian Jensen, að þau merku tímamót hefðu átt sér stað að ríkissjóður hefði greitt síðustu afborgunina af láni upp á 1,5 milljarða dollara og þar með skuldaði ríkissjóður ekki neitt í erlendri mynt í fyrsta sinn í 183 ár.
En nú er nokkuð ljóst að leita þarf út fyrir landsteinana og fá lánað í erlendum myntum. Ríkissjóður býr svo vel að eiga 130 milljarða danskra króna á reikningi í Seðlabankanum og það er auðvitað hægt að nota þessa peninga. Seðlabankinn á einnig digra sjóði og getur væntanlega lánað ríkissjóði til skamms tíma. Hagfræðingar telja að síðan verði sú leið farin að gefa út skuldabréf til 2 til 30 ára til að mæta lánsfjárþörfinni.
Danmörk er eitt aðeins tíu ríkja heims sem er með hæstu einkunn hjá lánshæfisfyrirtækjunum eða AAA og það eru auðvitað góðar fréttir þegar þarf að fá lán.