Nýlega féll dómur í málinu en mörgum þykir hann ansi vægur því ofbeldismaðurinn var dæmdur í 10 mánaða fangelsi. Aftonbladet skýrir frá þessu.
„Ég er sködduð fyrir lífstíð af hans völdum en þetta hefur nær engar afleiðingar fyrir hann. Hér er ekki um réttlæti að ræða. Ég er öskureið. Hann sleppur úr fangelsi eftir nokkra mánuði og þá getur hann ráðist á aðra. Ég er enn með mígreni og mikla verki í kjálkanum.“
Sagði Åsa í samtali við Aftonbladet. Hún glímir enn við miklar martraðir um árásin og vaknar oft öskrandi á nóttunni.
Hún sagði að ofbeldismaðurinn hafi verið mjög harðhentur. Hún hafi óttast að deyja og hafi reynt að berjast á móti á meðan hún grét og öskraði.
„Það eina sem ég hugsaði um var að lifa þetta af. Ég barðist fyrir lífi mínu.“
Åsa, sem er rétt rúmlega tvítug, tókst að róa ofbeldismanninn með því að vera meðfærilegri og þykjast bjóða honum upp á kynlíf sem hún tæki þátt í.
Að ofbeldisverkinu loknu leyfði hrottinn, sem er 28 ára, Åsa að hringja í neyðarlínuna en síðan lét hann sig hverfa. Lögreglan handtók hann skömmu síðar ekki langt frá vettvangi.