Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að stjórnvöld segi að hér sé aðeins um varúðarrástöfun að ræða en ekki vísbendingu um hversu margir er talið að muni látast af völdum veirunnar. Simon Clarke, ráðherra húsnæðismála og sveitastjórnarráðherra, sagði að vonast sé til að ekki þurfi að nota þessi rými en til þess að svo verði verði allir að leggja sitt af mörkum í baráttunn við veiruna.
Í gær höfðu rúmlega 16.000 manns látist af völdum COVID-19 á breskum sjúkrahúsum. Það stefnir því hraðbyri í að dauðsföllin verði fleiri en 20.000 en embættismenn höfðu vonast til að halda þeim undir 20.000.
Sir Jeremy Farrar, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um smitsjúkdóma, sagði í síðustu viku að Bretland gæti endað sem það Evrópuland sem fer verst út úr faraldrinum.