Fyrir um þremur árum létust fimm þegar úsbekistinn Rakhmat Akilov ók flutningabíl eftir göngugötu í miðborg Stokkhólms. Í ágúst 2018 bað ríkisstjórnin nefnd um að skoða þörfina á hertum útlendingalögum. Var þetta gert að ósk Säpo.
Í skýrslunni er lagt til að heimilt verði að hafa útlendinga í haldi ef ekki er hægt að senda þá til heimalands þeirra.
Skýrslan hefur ekki hlotið mikla athygli í fjölmiðlum til þessa því COVID-19 faraldurinn skyggir á næstum allt annað. Stjórnvöld segja þó að ekkert hlé sé gert á baráttunni gegn hryðjuverkamönnum þótt heimsfaraldur kórónuveiru geisi.
Umræða um útlendinga, sem hyggja á afbrot, fór af stað af miklum krafti í júní á síðasta ári þegar ríkisstjórnin ákvað að vísa sex ungum íslamistum úr landi. Síðan kom í ljós að það var ekki hægt lagalega séð og voru mennirnir því látnir lausir og gátu snúið aftur í moskur sínar og haldið áfram að predika. Meðal þeirra voru einn predikara og sonur hans sem eru grunaðir um að hafa fjármagnað hryðjuverk og hvatt til heilags stríðs.