fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Telur starf sitt jafn mikilvægt og störf heilbrigðisstarfsfólks – Stundar vændi í húsbíl á tímum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 05:59

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld víða um heim hafa lagt hart að almenningi að takmarka samskipti við annað fólk og halda góðri fjarlægð til að koma í veg fyrir smit af völdum kórónuveirunnar COVID-19. Þetta á við í Bretlandi eins og víða annarsstaðar. Meðal þeirra starfsgreina sem finna fyrir þessu er vændi enda um ansi náin samskipti fólks að ræða þegar vændi fer fram.

Kirie Redfield, sem starfar sem vændiskona í Bretlandi, er ekki sátt við þessar reglur og telur starf sitt ekki síður mikilvægt en störf heilbrigðisstarfsfólks þessa dagana. Þetta kemur fram í umfjöllun um málið í Mirror. Redfield er velþekkt í Bretlandi en hún hefur meðal annars komið fram í heimildamyndum um vændi.

Hún hefur haldið áfram að stunda vændi eftir að stjórnvöld settu harðar reglur um samskipti fólks vegna COVID-19 faraldursins. Hún selur blíðu sína í húsbíl sínum og geta karlar fengið fimmtán mínútna samfarir við hana, án þess að nota smokka, fyrir sem svarar til um 5.000 íslenskra króna.

Þegar Mirror spurði hana af hverju hún brýtur gegn reglum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar stóð ekki á svari:

„Karlar hafa þörf fyrir sitt, þú skilur. Ég hef ekki áhyggjur af reglunum. Þetta er starf sem ég þarf að sinna, svona eins og læknar og hjúkrunarfræðingar.“

Í umfjöllun Mirror kemur fram að á meðan blaðamaður fylgdist með vinnudegi hjá Redfield hafi karlar beðið í röð, í bílum sínum, eftir að röðin kæmi að þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans