fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Í einangrun vegna COVID-19 – Átti ekki von á þessum aðstæðum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. apríl 2020 06:58

Cerro Gordos. Mynd:Brent Underwood

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert meðal þeirra sem sitja og vorkenna sjálfum sér svolítið vegna COVID-19 faraldursins og þeirrar félagslegu einangrunar sem því fylgir þá er kannski upplyftandi að hugsa til Brent Underwood sem er kannski sá maður sem er í mestri einangrun þessa dagana.

Brent er ekki í einangrun í bæ eða borg því hann er í gamla námubænum Cerro Gordo sem hann keypti fyrir sem svarar til um 200 milljóna íslenskra króna fyrir tveimur árum. Bærinn er í fjöllunum í Kaliforníu, um þriggja og hálfrar klukkustunda akstur frá Los Angeles við eðlileg akstursskilyrði. Sky skýrir frá þessu.

En aðstæðurnar hafa ekki verið eðlilegar að undanförnu. Það eru um 40 kílómetrar í næstu verslun en Brent hefur ekki komist þangað vegna mikilla snjóa. Hann er algjörlega innilokaður í þessum yfirgefna námubæ. Brent er því góð fyrirmynd fyrir aðra um hvernig á að halda góðri fjarlægð frá öðru fólki!

Hann kom til bæjarins fyrir rúmum mánuði og þá var veðrið fínt en skyndilega fór að snjóa og það ekkert smá. Brent kemst því ekkert á bílnum sínum.

Hann hefur þó nóg að bíta og brenna því hann hefur einfaldlega brætt snjó til að hafa drykkjarvatn og hann er með mikið af geymsluþolnum mat með sér. En það sem hann hefur mestar áhyggjur af eru reimleikar í bænum.

„Ég hef heyrt undarleg hljóð og bók datt úr hillunni um daginn án þess að nokkur eðlileg skýring væri á því.“

Sagði Brent sem finnst honum þó ekki ógnað af illum öndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið