fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Enn einu sinni hegðaði Trump sér undarlega á fréttamannafundi – „Ekkert snýst um mig“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. apríl 2020 06:59

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hélt fréttamannafund í Hvíta húsinu í gær þar sem farið var yfir gang mála varðandi COVID-19 faraldurinn í Bandaríkjunum. Trump notaði hluta af fundinum til að lesa upp blaðagrein þar sem honum er hrósað fyrir aðgerðir hans í tengslum við faraldurinn. Að upplestrinum loknum sýndi hann myndband þar sem honum var hrósað enn meira.

Jeremy Diamond, fréttamaður CNN, brást við þessu með því að spyrja Trump af hverju hann notaði þessa fréttamannafundi til að hrósa sjálfum sér þegar tugir þúsunda Bandaríkjamanna hefðu látist af völdum veirunnar og milljónir hefðu misst vinnuna.

„Er þetta virkilega rétti tíminn til að hrósa sjálfum sér?“

Spurði Diamond.

Trump var ekki sáttur við þessa gagnrýni og sagðist „verja konur og karla sem hafa staðið sig svo frábærlega“.

Síðan bætti hann við:

„Ekkert snýst um mig.“

Sagði hann og bætti við að Diamond væri verr gefinn nú en þegar hann fæddist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Í gær

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle

Leynileg hernaðarskjöl fundust á götu úti í Newcastle
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur

Lyklaði bíl frá Teslu og er krafinn um yfir 100 milljónir í bætur